Sóknaráætlun : 25,2 m.kr. styrkur til Vestfjarða

Frá Hnífsdal. Mynd: Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir.

Alþingi samþykkti vegna Covid 19 200 milljóna króna aukafjárveitingu til Sóknaráætlana landshlutanna þann 30. mars 2020. Af þeim fjármunum koma 25,2 milljónir í hlut Vestfjarða.

Vestfjarðastofa auglýsti eftir tillögum að átaksverkefnum. Umsóknarfrestur rann út nýlega og alls bárust 62 tillögur. 45 m.kr. verða til ráðstöfunar.

Stjórn Vestfjarðastofu afgreiddi á fundi sínum þann 12. maí 2020 eftirfarandi tillögu að átaksverkefnum:

1. Verkefni til að efla ferðaþjónustu – kr. 21.500.000

Kvikmyndaverkefni: Verkefnið felst í endurgreiðslum á kostnaði sem verður til innan Vestfjarða vegna kvikmyndaverkefna sem fyrirhuguð eru s.s. gisting, veitingar ofl. Hámarksstyrkur fyrir hvert verkefni er kr. 5 milljónir. Verkefnið hefur burði til að nýtast bæði aðilum í gistingu og veitingum og skapa umtalsverð umsvif á svæðinu. Kr. 10.000.000
b) Viðburðadagskrá á Vestfjörðum: Unnið út frá hugmynd umGÚRMEFLAKK UM VESTFIRÐI (smakkað og flakkað um Vestfjarðahringinn) Tónlistarfólk og hljómsveitir ferðast Vestfjarðahringinn með nokkrum stoppistöðvum þar sem boðið er upp á tónleika ásamt einhvers konar matarupplifun. Veitingastaðir, menningarhús og aðrir rekstraraðilar í ferða- og veitingaþjónustu búa til þétt net af viðkomustöðum í hringferðinni og úr verður kort af girnilegu Gúrmeferðalagi. Verkefnið tengist fleiri tillögum um viðburðadagskrár sem sendar voru inn – kr. 6.500.000.

c) Markaðsátak fyrir ferðaþjónustu: Ný vefsíða og markaðsátak sem hægt er að koma strax af stað og ýta undir komur innlendra ferðamanna á árinu 2020 en nýtist einnig til framtíðar við markaðssetningu til erlendra ferðamanna á næstu árum. Í þessu verkefni er einnig gert ráð fyrir kostnaði við birtingaráætlun fyrir sumarið 2020. Nýtist einnig Vestfjarðaleiðinni.  – kr. 5.000.000.

2. Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum – kr. 16.000.000
a) Oddi: Flýting á verkefni Odda hf á laxavinnslu. Verkefnið snýst um að flýta og skapa með því bæði sumarstörf og störf til framtíðar við vinnslu á laxi á Patreksfirði.  Samstarfsverkefni Odda og fiskeldisfyrirtækja sem miðar að aukinni verðmætasköpun laxaafurða til útflutnings.  kr. 7.000.000
b) 3X Technology: Verkefnið felst í þróun og smíði á tæki til að ná í nýtanlegra ástandi þeim hluta laxaflaks, sem verður eftir á hryggnum við flökun. Þróunarvinnan skapar 10-12 störf til skamms tíma og framleiðsla tækis skapa til framtíðar 2-4 ársstörf hið minnsta við vélahönnun, rafhönnun, forritun, stálsmíði og samsetningu. Verkefni skilyrt við að störf verði til við starfsstöð á Ísafirði.  kr. 7.000.000
c) Þörungaklaustur: Þróun á þörungasafa við Þörungaklaustur á Reykhólum og styrkari stoðir við þróunarstarf Þörungaklausturs. kr. 2.000.000.

3. Samstarfsverkefni í orkumálum: kr. 7.500.000
Samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Vestfjarðastofu, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Orkubús Vestfjarða og mögulega fleiri á Vestfjörðum um að fara í samstarfsverkefni um orkumál og sjálfbærni á Vestfjörðum. Verkefnið væri sambærilegt verkefninu Eimur á Norðurlandi.  Gert ráð fyrir að ráða 2 fasta starfsmenn og a.m.k. 2 sumarstarfsmenn á þessu ári, 2021 og 2022.

DEILA