Sérstakur óvinur Vestfirðinga : Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum óvina Vestfirðinga
vegna frestunar framkvæmda við Hvalárvirkjun.

Allt frá umhverfisráðherranum, sem stýrt hefur aðförinni  gegn Vestfjörðum frá skrifstofu sinni allt fram á þennan dag og niður í hinn athyglissjúka hjarta-og barkalækni, Tómas, sem sá ástæðu til að skála í kampavíni þegar hann taldi sig hafa unnið orrustu við hreppsnefnd og íbúa Árneshrepps, hafa ýmsir öfga-og yfirgangsmenn, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, látið frá sér heyra.

Öllum hugmyndum og tillögum frá íbúum, sveitarstjórnum og samtökum
sveitarfélaga á Vestfjörðum og „flestum“ þingmönnum Norðvesturkjördæmis,
í  raforkumálum ( Hvalárvirkjun ),samgöngumálum ( Teigskjarr ) og atvinnumálum
(fiskeldi) hefur verið fundið flest til foráttu á grundvelli náttúruverndar.

Landvernd, undir forustu umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar,
sem stýrt hefur stefnu Landverndar og fjármagnað kæruæði  samtakanna  úr
„sínum  sérsjóðum“  innan  ráðuneytisins. Hann hefur með þessu sýnt í verki hug
sinn til íbúa Vestfjarða.

Nýjasta hugmynd hans er nú, að því er virðist, eftir frestun framkvæmda
Við Hvalárvirkjun, að gera alla Vestfirði að þjóðgarði.

Þjóðgarðaæði ráðherrans er löngu komið út yfir öll velsæmismörk og íbúar og
margir þingmenn Norðurlands og Suðurlands  munu t.d. ekki samþykkja frumvarp
hans  um risaþjóðgarð á hálendiinu í óbreyttri mynd.

Margir þingmenn stjórnarflokkanna,  Framsóknar-  og Sjálfstæðismenn munu þá
heldur vija stjórnarslit,  en láta  umhverfisráðherra Vinstri grænna ráða ferð  í
velferðar- og framtíðarmálum  þjóðarinnar.

Það er virkilega sorglegt að þingmenn Norðvesturkjördæmis og þar
með  Vestfjarða skuli ekki standa fastar með umbjóðendum sínum í  málum  sem
skipt  geta sköpum um þróun og framtíð  byggðarlaga á Vestfjörðum.

Vestfirðir þurfa á aukinni raforku að halda m.a. til að byggja upp nýjar
atvinnugreinar svo sem fiskeldi, frekari úrvinnslu fiskafurða, kalkþörungavinnslu
og ýmislegt annað.  Sjáið t.d. mjólkurvinnslufyrirtækið Örnu í Bolungarvík.

Umhverfisráðherrann og hirðmenn hans í Landvernd blása á þessi rök og vilja „hafa vit fyrir heimamönnum“ .

( Að þeirra mati eiga heimamenn ekki að ráða. Þeir vita ekkert hvað er þeim fyrir bestu, í atvinnumálum, raforkumálum og vegamálum. Ekki einu sinni Vegagerð ríkisins hefur þekkingu á borð við okkur í Landvernd  þegar kemur að  ákvarðanatöku um legu vega.)

Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á hvort hugmyndir
hirðar umhverfisráðherrans eða nær einróma viðhorf heimamanna nái fram að
ganga í vegaframkvæmdum í Reykhólasveit. Þar mun m.a. koma í ljós hvort
fjárframlög ráðherrans til Landverndar HVS ( HVS=hriðjuverkasamtök ) dugi til
áframhaldandi kæruferla  eða tafa, eða hvort HVS  þurfi  aftur að leita til ÍKEA,
Sigurrósar eða Bjarkar svo  dæmi séu tekin, um fjárframlög  til að koma í veg fyrir
áform um framfarir og jákvæða þróun í fámennum sveitarfélögum á Íslandi.

Fyrir þá sem ekki vita hefur hefur Landvernd HVS tafið vegarlagninguna um
Teigskjarr í u.þ.b. tvo áratugi. Þökk sé þér Guðmundur Ingi fyrir forustu þína í Þessu máli !

Uppbygging fiskeldis í Ísafjarðardjúpi hefur m.a. fyrir velvilja Landverndar HVS,
dregist úr hömlu og fyrirtæki á borð við Hraðfrystihúsið Gunnvör h.f. í Hnífsdal
hafa nú beðið í áratug eftir leyfum til að hefja starfsemi. Þetta hefur ríkisstjórn
Íslands og alþingismenn látið sér vel  líka að því  er virðist ?

Það er dapurlegt fyrir gamlan sveitarstjórnarmann og pólítíkus til áratuga að
verða vitni að þeim ósóma sem ríkir í íslenska stjórnkerfinu   Alþingi hefur
framselt vald sitt til hinna ýmsu stofnana: Hafrannsóknarstofnun, Umhverfis-
stofnun, Skipulagsstofnun, Matvælastofnun svo nokkrar séu nefndar.

Og þegar þingmenn Vestfjarða eru beðnir um svör og skýringar á þeim málum
sem m.a. er fjallað  um í þessu greinarkorni og önnur, verða svörin eitthvað á
þessa leið:      “Ekki benda á mig, þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn“
Magnús Reynir Guðmundsson

DEILA