Patreksfjörður: Formleg opnun hjá Körlum í skúrum

Miðviku­daginn 27. maí kl. 14 verður formleg opnun hjá Körlum í skúrum í gömlu verbúð­inni á Patreks­firði.
Allir íbúar eru hvattir til að líta við og kynna sér verk­efnið.

Undanfarið ár hefur vaskur hópur innan Rauða krossins í Barðastrandarsýslu unnið hörðum höndum að því að koma á fót verkefninu Karlar í skúrum.

Verkefnið er að ástralskri fyrirmynd og hugsað sem vettvangur fyrir alla karlmenn sem gefur þeim stað og stund til að hittast, skapa, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða.

Þetta verður þriðji skúrinn sem opnar á Íslandi en á morgun, miðvikudaginn 27. maí klukkan 14, verður formleg opnun hjá Körlum í skúrum í gömlu verbúðinni.

Allir íbúar eru hvattir til að líta við og kynna sér verkefnið.