Óvissa með dýralæknisþjónustu á Vestfjörðum

Fyrir skömmu rann út umsóknarfrestur um dýralæknisþjónustu á Vestfjörðum. Skammtímasamningur við Sigríði Ingi Sigurjónsdóttur, dýralækni á Ísafirði  sem gilti til 1. maí hefur ekki verið framlengdur. Sigríður segir að hún sé á vaktinni en að hún hafi ekki samið við Matvælastofnun.

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé í  vinnslu, en hún geti  því miður ekki tjáð sig nánar fyrr en niðurstaða liggur fyrir.

Þjónustusvæði 3 nær yfir  Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp og hefur Sigríður Inga Sigurjónsdóttir gegnt embættinu um árabil.

Veruleg óánægja hefur verið meðal dýralækna, einkum í fjarlægari héruðum með  kjör og skort á afleysingu.

Í byrjun ársins var dýralæknum á bakvakt á Norðurlandi vestra  fjölgað um óákveðinn tíma úr einum í tvo. Segir í frétt Matvælastofnunar að „reynslan sýnir að vaktsvæðið er of víðfeðmt og illfært á veturna til að einn dýralæknir geti sinnt öllum útköllum, einkum þegar illa viðrar.“

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!