Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn

Heimili Ingibjargar og Jóns Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879 er nafn á sýningu sem Þjóðminjasafnið stendur fyrir í Jónshúsi .

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma.

Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Á sýningunni er gefin innsýn í daglegt líf á heimili hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar.

Íbúðin þeirra við Øster Voldgade 12 hefur verið endurgerð svo hún endurspegli búsetu þeirra hér á árunum 1852–1879.

Rannsóknir á veggjum íbúðarinnar leiddu í ljós liti frá búskaparárum hjónanna og stuðst var við heimildir um húsbúnað og innréttingar.

Heimilið var eins og hvert annað danskt borgaraheimili en heimildum ber saman um að á því hafi verið íslenskur bragur.

DEILA