Nú má veiða grásleppu á Breiðafirði

Samkvæmt gögnum Fiskistofu eru þeir bátar sem þetta gildir um taldir upp í töflunni hér að ofan.

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um grásleppuveiðileyfi í innanverðum Breiðafirði, sbr. reglugerð nr. 407/2020 um bann við hrognkelsaveiðum.

Samkvæmt 2. gr. þeirrar reglugerðar gildir eftirfarandi:

Heimilt er að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu grásleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á Breiðafirði, svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí eða síðar þau ár.

Útgerðir þeirra báta sem uppfylla ofangreind skilyrði geta nú sótt um grásleppuveiðileyfi til 15 daga og hafið veiðar 20. maí eða síðar.

Vakin er athygli á þeim fyrirvara að bátar sem uppfylla skilyrðin hér að ofan þurfa jafnframt að ráða yfir virkum grásleppuréttindum.

Taflan er birt með fyrirvara ef nánari skoðun leiðir í ljós að bátar uppfylli ekki í öll skilyrði. Þær útgerðir sem telja sig eiga rétt á að sækja um veiðileyfi í Breiðafirði en eru ekki taldar upp í töflunni geta snúið sér til Fiskistofu með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is

DEILA