Norsk stjórnvöld færa skatttekjur af laxeldi til sveitarfélaga

Norska ríkisstjórnin boðar breytingar á næsta ári á ákvæðum um skattlagningu af laxeldi á laxi og silungi samkvæmt því sem fram kemur á viðskiptavefnum salmonbuisiness.com í gær.

Í fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni  eru boðaðar tvíþættar breytingar. Annars vegar verður  lækkaður framleiðsluskattur á hvert kg og hins vegar verður aukinn hluti af skatttekjunum ráðstafað til sveitarfélaganna þar sem framleiðslan á sér stað. Sá hluti teknanna sem fer ekki til sveitarfélaganna á að ráðstafa til atvinnugreinarinnar. Fallið verður frá auðlindarentuskatti.

Fyrirhugað er að framleiðsluskatturinn verði á næsta ári 0,40 norskar krónur af hverju framleiddu kg. Skatturinn mun skila um 7,2 millljörðum íslenskum krónum í auknum tekjum til sveitarfélaganna  miðað við núverandi gengi krónunnar.

Sjávarútvegsvefurinn Undercurrent news segir í frétt um málið að 1 milljarður norskra króna renni til sveitarfélaga og fylkja á árunum 2020 og 2021  af þessari skattlagningu. Frá 2022 sé hins vegar ætlunin að ríkið fái 75% af tekjum sem fást fyrir uppboð á nýjum leyfum og  af framleiðsluaukningu eldri leyfa en 25% gangi til sveitarfélaga og fylkja.

Framlegð af hverju framleiddu kg af laxi eru 15-20 nkr og er fyrirhugaði skatturinn talinn jafngilda 2-3% viðbótarskatti á atvinnugreinina, sem er veruleg lækkun frá þeim 40% skatti af au’lindarentu sem áður hafði verið ákveðin.

Ástæða lækkunarinnar eru erfiðleikar á mörkuðum vegna covid-19 veirunnar.

Viðbrögð markaðar í Noregi voru þau að verð á hlutabréfum í helstu eldisfyrirtækjunum hækkuðu í morgun. verð hlutabréfa í Salmar hækkaði um 2,6%

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!