Myndband um barnavernd aðgengileg á níu tungumálum

Myndband sem félagsmálaráðuneytið lét vinna og hvetur almenning til að hafa augun opin og hringja í 112 og láta vita ef áhyggjur af barni vakna, hefur nú verið þýtt yfir á níu tungumál.

Verkefnið er hluti af aðgerðum til að tryggja betra aðgengi að upplýsingum og leiðbeiningum fyrir innflytjendur sem tala ekki íslensku, en þeir eru um 12,5% af þjóðinni.

Myndböndin eru aðgengileg á pólsku, ensku, arabísku, persnesku, kúrdísku, spænsku, litháensku, rússnesku og tælensku.