Mest atvinnuleysi í Bolungavík

Atvinnuleysi í lok apríl var 16,1% í Boungavík og var það mesta atvinnuleysið á Vestfjörðum.  Í Ísafjarðarbæ var atvinnuleysið 13%, 12,7% í Strandabyggð og 11,6% í Súðavík. Í öðrum sveitarfélögum var það minna eða  frá 3,6% til 8,5%

Alls var atvinnuleysið 11,6% á Vestfjörðum. Í marslok var það 4,9%. Atvinnuleysið reiknast 7% hjá þeim sem eru í skertu starfshlutfalli og 4,6% af atvinnuleysinu er hjá þeim sem eru alveg án vinnu.

Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum.

Atvinnulausir eru 220 á Vestfjörðum í lok apríl og til viðbótar eru 479 í skertu starfshlutfalli. Samtals eru þetta 699 manns, en voru 399 í lok marsmánaðar.

Að neðan má sjá skiptingu þeirra sem voru í skertu starfshlutfalli  eftir kyni og aldri. Tveir þriðju eru karlar og þriðjungur konur. Langstærstur hlutinn er íslenskur eða 72%, en 16% er pólskir. Þá er  það einkum starfsfólk í fiskveiðum/vinnslu og iðnaði sem eru á hlutabótum.

 

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!