Menntaskólinn á Ísafirði: Skólaslit 6. júní

Nemendur í háriðn ljúka vorönn

Vorönn í Menntaskólanum á Ísafirði fer nú að ljúka.

Verknámsnemendur hafa mætt í skólann undanfarnar vikur og bóknám hefur að mestu verið klárað í fjarnámi en þó hafa einstaka verklegir tímar farið fram í skólahúsnæðinu.

Nemendur eru með mikilli vinnu og skipulagi að ná að klára sín verkefni og fög í skólanum við þessar sérstöku aðstæður.

Samstaða, jákvæðni og þrautseigja má segja að hafi einkennt nám og kennslu undanfarið.

Dimmisjón útskriftarnema fór fram 15. maí og í stað prófa hefur námi verið lokið með námsmati.

Útskriftarathöfn mun fara fram í Ísafjarðarkirkju þann 6. júní kl. 13.00.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er aftur komið líf í skólahúsnæðið og einbeittir nemendur leggja lokahönd á sín verkefni.

DEILA