Maí er umhverfismánuður Reykhólahrepps

Íbúar Reykhólahrepps hafa verið til fyrirmyndar í tiltekt undanfarið og eiga þeir hrós skilið fyrir það.

Reykhólahreppur vill hvetja til áframhaldandi umhverfisvitundar.

Í stað umhverfisdags þurfum við, vegna covid-19, að breyta fyrirkomulaginu segir í tilkynningu frá Reykhólahreppi .

Ákveðið hefur verið að hafa maí sem umhverfismánuðinn og halda áfram að gera umhverfið snyrtilegt.

Fyrir þá sem vilja hefur verið ákveðið að hafa hashtaggið #umhverfisreykhóla til að hafa gaman af þessu og til að sýna hvert öðru afraksturinn með myndum.

DEILA