Lögreglan á Vestfjörðum varar við skemmdarvörgum

Tilkynningar hafa borist til lögreglunnar á Vestfjörðum að einhver, eða einhverjir, séu greinilega að stunda það að losa framdekk á reiðhjólum barna á Ísafirði.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um alvarleika slíks athæfis og hvetjum við foreldra til þess að ræða við börn sín um alvarleika svona gjörnings.

Bent hefur verið á leið til þess að koma í veg fyrir að svona sé gert.

Leiðbeiningarnar má sjá á meðfylgjandi mynd sem var fengin hjá Landssamtök hjólreiðamanna.

Steinar Kjartansson vélfræðingur hefur bent á að það er hægt að minnka líkur á að hjól losni og tefja fyrir skemmdarvörgum með því að festa arminn á snarleysinum með plastbensli eða dragbandi um gaffalinn. Ekki eru þó allir armar með hentugu gati en hægt er að skipta um pinna og fá arm með gati ef menn vilja. Hér er mynd af slíku dragbandi sem festir arminn við gaffalinn

DEILA