Ísafjörður: vill hjólastíg um bæinn

Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi Í-listans leggur til að gerður verður afmarkaður hjólastígur meðfram Hafnarstræti og Aðalstræti á Ísafirði.  Hugað verði sérstaklega að gatnamótum hjá Sólgötu og Hrannargötu, þar sem vantar betri tengingu fyrir hjólreiðafólk og er það tilneytt til að hjóla á gangstígnum með tilheyrandi hættu fyrir gangandi vegfarendur. Markmiðið væri að færa hjólreiðafólk af gangstígnum á afmarkaðan hjólreiðastíg til að skapa meira umferðaröryggi.

Í greinargerð með tillögunni segir:

„Í framhaldinu er lagt til að gerð verði sérstök hjólreiðaáætlun til að koma til móts við sívaxandi hóp fólks sem notar hjól sem aðalsamgöngumáta. Í lýðheilsuvísum landlæknis frá árinu 2018 kemur fram að Vestfirðingar eru duglegri að meðaltali en aðrir landsmenn að ganga eða hjóla til vinnu og skóla. Umræða um gera hjólreiðaáætlun hefur verið opnuð í íþrótta- og tómstundanefnd að frumkvæði Gylfa Ólafssonar fulltrúa í nefndinni og er einboðið að halda vinnunni áfram.

Grein Gylfa um gerð hjólreiðaáætlunar og bættar aðstæður fyrir hjólreiðafólk birtist í BB í 2.maí 2019: https://www.gyl.fi/vestfirdir-bestir-fyrir-hjolandi/?fbclid=IwAR0zi5MkVxA-SfLt6Zf186XVYf8cOAMT_23uze1CMu7DcZALj_eTdn4Z0Oc

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!