Ísafjörður: Í listinn styður tillögur Eldingar

Suðureyrarhöfn. Mynd; Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tók fyrir erindi smábátafélagsins Elding á norðanverðum Vestfjörðum á fundi sínum í síðustu viku. Félagið ritaði bæjarstjóninni bréf og fór fram á stuðning við tillögur sínar. Farið er fram á að heimilt verði að nýta 48 daga á strandveiðum á 12 mánaða tímabili í stað fjögurra mánaða eins og nú er og að afnumið verði bann við fleiri róðrum en þremur í viku hverri.

Í listinn bókaði að listinn styddi tillögurnar:

„Við bæjarfulltrúar Í-listans styðjum tillögur Eldingar um tímabundnar breytingar á reglum um strandveiðar, sem miða fyrst og fremst að því að bregðast við því ástandi sem er á mörkuðum víða um heim, vegna heimsfaraldursin Covid-19. Tillögurnar eru skynsamlegar og munu ekki hafa neikvæð áhrif á aðrar útgerðir í landinu.“

Meirihluti bæjarstjórnar stóð ekki að bókuninni og var erindið aðeins kynnt í bæjarstjón.

Bæjarráð Bolungavíkur hefur lýst yfir stuðningi sínum við tillögur Eflingar.

DEILA