Ísafjarðarbær: Umhverfisnefnd vill endurbyggja áningarstað á Flateyri

Varnargarðurinn á Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar hefur sent erindi til bæjarráðs og  fer fram á heimild bæjarráðs til þess að nýta fé af framkvæmdaáætlun 2020 sem ætlað er til nýframkvæmda göngustíga í sveitarfélaginu, til þess að endurbyggja áningastað í miðjum Snjóflóðarvarnargarðinum á Flateyri. Í fjárhagsáætlun eru 20 milljóna króna til þessa verkefnis.

Áætlað er að endurhanna áningarstaðinn og búa til samfellda ásýnd frá miðju svæðisins upp hlíðina að útsýnisskífu með því t.d. að setja nýja bekki meðfram núverandi göngustíg, gróðursetja tré og runna, helluleggja, mála og endurnýja jarðvega að hluta í núverandi göngustíg.

Bæjarráðið vísaði málinu til frekari úrvinnslu á umhverfis- og eignasviði, og frekari kynning verður á erindinu  á næsta fundi bæjarráðs, þriðjudaginn 2. júní 2020.

 

DEILA