Hrafnseyrarheiði að opnast

Mokstur stendur yfir þesa dagana á Hrafnseyrarheiði. Í dag tókst að opna leiðina og er þá loksins orðið fært milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar eftir lokun síðan fyrir áramót.

Í gildi eru 5 tonna ásþungi á þjóðvegi 60 um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar

Ólafur Kristján Skúlason tók myndirnar í blíðviðrinu í dag.