Hótel Bjarkalundur opnar í dag

Hótel Bjarkalundur sem er elsta sumarhótel landsins opnar í dag föstudaginn 29. maí.

Í tilefni af opnuninni verða í boði sérstök afsláttarkjör í mat og drykk og gilda öll tilboð fram á mánudag.

Hótelið í Bjarkalundi er rúmlega 70 ára gamalt en hefur á síðustu árum verið stækkað og mikið endurbætt og er allt hið glæsilegasta.

Hótelið er mörgum kunnugt vegna þess að þar voru teknir upp hinir vinsælu þættirnir Dagvaktin.