Heydalur fær viðurkenningu

Stella Rún Guðmundsdóttir með Pétri Sæmundssyni fulltrúa dómnefndar og frú Elizu Reid forsetafrú. Mynd: aðsend.

Veitingastaðurinn á sveitahótelinu Heydal fékk Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningu í fyrradag. Stellu Rún Guðmundsdóttur  tók við viðurkenningunni fyrir hönd ömmu sinnar Stellu Guðmundsdóttur.

Award of Excellence viðurkenningar Icelandic Lamb voru veittar í fjórða sinn við hátíðlega athöfn þann 28. maí, en það er markaðsstofan Icelandic Lamb sem veitir veitingastöðum sem skarað hafa fram úr á liðnu ári viðurkenningarnar. Sveitahótelið Heydalur í Mjóafirði var meðal veitingastaða sem fengu viðurkenningu í ár.  Gömlu hlöðunni í Heydal hefur verið breytt í veitingastað þar sem sérstök áhersla er lögð á hráefni úr heimabyggð og boðið upp á hefðbundinn mat í bland við nýtískulega rétti.

Eliza Reid, forsetafrú, ávarpaði samkomuna og veitti viðurkenningarnar, sem í ár var skipt í þrjá flokka en með þeirri skiptingu var tryggt að flóra íslenskra veitingahúsa endurspeglist í hópi viðurkenningahafa. Flokkarnir þrír voru Sælkeraveitingastaðir (fine dining), Bistro og Götumatur (casual dining). Heydalur var í flokki Bistro.

Í ár sátu Sæmundur Kristjánsson, Guðbjörg Gissurardóttir og Pétur Snæbjörnsson í dómnefnd, en hún lagði mat á markaðs- og kynningarefni staðanna, þátttöku þeirra í samstarfsverkefninu, nálgun þeirra að lambakjöti, og hráefnaval.

Viðurkenningu í ár hlutu eftirfarandi staðir:

Sælkeraveitingastaðir
Geysir Hótel Restaurant

Hver Restaurant

Silfra Restaurant

 

Bistro
Heydalur

KK Restaurant

Mímir

 

Götumatur
Fjárhúsið
Lamb Street Food
Le Kock

 

 

 

DEILA