Háskólasetur Vestfjarða: meistaraprófsvörn í hádeginu

uula Matinen ver meistaraprófsritgerð sína um sjálfbæra sjóflutninga.

Sjálfbærni í flutningum á sjó

Fimmtudaginn 7. maí kl. 12:00 mun Tuula Matinen verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Sustainable change in marine transportation: the climate impact of the LNG and LBG value chain for Gasum Oy.“ Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er Elina Saarivuori, M.Sc. sjálfbærnistýra hjá Gasum í Finnlandi. Prófdómari er dr. Gabriela Sabau, prófessor við Memorial háskóla í Kanda og kennari við Háskólasetur Vestfjarða til fjölda ára.

DEILA