Háskólasetrið: tvær meistaraprófsvarnir á morgun

Hvernig fylgja skemmtiferðaskip á Ísafirði umhverfisviðmiðum?

Þriðjudaginn 5. maí kl. 9:00 mun Sheng-Ing Wang verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin og  verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Environmental compliance and practices of cruise ships in Iceland An exploratory case study – port of Ísafjörður.“ Í ritgerðinni fjallar Sheng um það hvernig skemmtiferðaskip sem heimsækja Ísafjörð fylgja umhverfisviðmiðum. Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Catherine Chambers, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er dr. Auður H. Ingólfsdóttir, ráðgjafi hjá Transformia.

Sheng-Ing Wang ver meistaraprófsritgerð sína um komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar.

Samspil ferðamanna og landsela

Á morgun 13:00 mun Cécile Chauvat verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin og  verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Visitors in the land of seals: values, opinions and perceptions of visitors to inform management at seal watching sites in Northwestern Iceland.“ Í  ritgerðinni fjallar Cécile um samspil ferðmanna og landsela á Norðvesturlandi. Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinendur verkefnisins eru dr. Jessica Fustini Aquino, lektor við Háskólann á Hólum og dr. Sandra M. Granquist, hjá Selasetri Íslands og Hafrannsóknastofnun – ransókna- og ráðgjafastofnun hafs- og vatna. Prófdómari er dr. Pat Maher, deildarforseti við Nipissing Háskóla í Ontario, Kanada og kennari við Háskólasetur Vestfjarða.

Cécile Marie Chauvat ver meistaraprófsritgerð sína um samspil sela og manna.
Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!