Háskólasetið: meistaraprófsvörn – Verndun og veiðar frumbyggja

Föstudaginn 8. maí kl. 12:00 mun Maesa Maukar verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „What are you whaling for? Rationalizing Conservation and Indigenous Customary Fishery: Case Study of Customary Fishery of Lamalerans in Indonesia’s Savu Sea.“ Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Bradley W. Barr, fastur gestakennari við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er dr. Julian Clifton, dósent við University of Western Australia.