Gefur úr plötu í klassískum samtíma

Tónlistarmaðurinn Benedikt Sigurðsson í Bolungavík er að vinna að albúmi með átta lögum sem hann samdi og segir þau vera sennilega í klassískum samtíma og/eða dægurlagastíl. „Covíd fárið setti af stað í mér eitthvað óstöðvandi sköpunarferli sem hafa skilað nokkrum tugum laga. Ég hef nú valið 8 lög úr þessum fjölda sem okkur finnst passa inní þetta verkefni.“

Pálmi Sigurhjartarson útsetur og spilar inn lögin og fer upptaka fram í Stúdíó Paradís.

Benedikt segir að  verið sé að vinna fleiri lög og munu þau koma fljótlega út.

#NowPlaying

Lagið sem hér er heitir Þakklæti og er samið sérstaklega fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem smá þakklæti fyrir þeirra vinnu.

„Þessi fallega ljósmynd sem ég ákvað að tengja við lagið er tekin af Róberti Daníel vini mínum og er af sólsetri við Húnaflóa.“