Fundur um framtíð Ísafjarðarhafnar

Í gærkvöldi var haldinn fundur um skipulag hafnasvæðisins á Ísafirði.  Þetta var vinnufundur hafnarstjórnar, bæði aðal- og varamanna, umhverfisnefndar, skipulagsfulltrúa og umhverfisfulltrúa. Gunnar Páll Eydal hjá Verkís leiddi fundinn en hann hefur umsjón og stjórn verkefnisins með höndum.

Tilgangurinn er að endurskoða stefnu og skipulag á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Stækkun Sundabakka er aðalmálið um þessar mundir.
Breyttar aðstæður eru nú frá því að gildandi aðalskipulag var samþykkt og
vinna við nýtt skipulag er í gangi.

Markmið endurskoðunarinnar er að höfnin geti þjónað fjölbreyttri flóru skipa og báta og þannig eflt atvinnulíf og aukið lífsgæði íbúa og að samræma nýtingu og uppbyggingu á hafnarsvæðum í sátt við notendur og íbúa.

Majid Eskafi doktorsnemi  í hafnarverkfræði flutti erindi en doktorsverkefni hans er einmitt uppbygging og viðkoma Ísafjarðarhafnar.

Á vinnufundinum urðu góðar umræður og komu fram góðar hugleiðingar um áskoranir og lausnir.

Guðmundur M. Kristjánsson tók myndirnar.

Þessi mynd sýnir einn framtíðarkostinn.

DEILA