Fuglavernd: haldið köttum inni á varptíma

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.

Kettir veiða helst algenga garðfugla: Skógarþröst, ​svartþröst​, ​stara​, ​snjótittling​, ​ auðnutittling​ og ​þúfutittling.

Fuglavernd bendir á nokkur úrræði sem eru til þess fallin að draga úr tjóni af veiðum katta svo sem að stýra útivistartíma kattanna og hafa í huga að kettir sjá verr í birtu, nota hjálpartæki svo sem bjöllu og kraga og fæða köttinn vel heima fyrir. Saddur köttur er hann latari til veiða segir í frétt Fuglaverndar. Þá er bent á það ráð að sprauta köldu vatni yfir köttinn eða notast við fælingarefni með lykt sem köttum finnst vond.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!