Framleiðsla í fiskeldi mest á Vestjörðum

Umfang fiskeldis er mjög mismunandi eftir landshlutum.

Mest er framleiðslan á sunnanverðum Vestfjörðum og hefur framleiðslan á því svæði stóraukist á undanförnum árum.

Alls var slátrað um 16.100 tonnum á Vestfjörðum á árinu 2019 samanborið við um 8.500 tonn árið 2018, sem er um 90% aukning.

Þessi þróun hefur verið afar kærkomin fyrir byggðarlagið, eflt atvinnulíf þar til muna og er helsta undirstaða þess að byggð geti þróast og haldið velli.

Næstmest var framleiðslan á Austfjörðum, um 9.700 tonn á árinu 2019 samanborið við rúmlega 3.700 tonn árið 2018.
Jafngildir það aukningu upp á tæp 160%.
Þess ber að geta að magn eldisfisks til slátrunar gefur ekki alveg rétta mynd af umfangi eldis eftir svæðum þar sem framleiðsluferli eldisfisks er lengra.
Til dæmis er Suðurland langstærsti landshlutinn þegar kemur að klaki og framleiðslu á seiðum fyrir öll hin umdæmin.