Fjórðungsþing Vestfirðinga í næstu viku

Fjórðungsþing Vestfirðinga, það 65. í röðinni verður haldið 27. maí. Nú eru fjórðungsþing haldin tvsvar á ári, vorþing og haustþing. Það þessu sinni setur kórónafaraldurinn sinn svip á þinghaldið það sem um fjarfund verður að ræða.

Á dagskrá verður skýrsla stjórnar og rekstrareiningar sem Fjórðrungssambandið ber ábyrgð á, afgreiðsla ársreikninga, endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins  og loks ákveðið hvenær haustþing verður og ákveðin dagskrá þess.

Að loknu Fjórðungsþinginu verður haldinn  ársfundur Vestfjarðastofu ses en auk sveitarstjórnarmanna eiga  fulltrúar atvinnulífsins þar aðild.

Dagskrá ársfundarins verður með hefðbundnu sniði, flutt skýrsla stjórnar, lagðir fram ársreikningar, kynntar starfs- og fjárhagsáætlanir og loks kosning stjórnar.

Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ er formaður bæði stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og stjórnar Vestfjarðastofu.