Fiskeldi: engin sýklalyf

Í skýrslu fisksjúkdómalæknis um fiskeldið á síðasta ári kemur fram að engin sýklalyf hafi verið notuð í íslensku fiskeldi á árinu 2019. Þar stendur:

„Er það áttunda árið í röð sem engin slík lyf eru notuð við eldi á laxi, regnbogasilungi, bleikju, senegalflúru og sandhverfu. Slík staða þykir fádæma góð á alþjóðavísu. Það sáralitla sem reyndist nauðsynlegt að nota árin 2012 og 2013 fór allt til þorskeldis í sjókvíum.
Þess má einnig geta að sýklalyf hafa aldrei verið notuð hjá þeim fyrirtækjum sem í dag
stunda eldi laxfiska í sjó á Vestfjörðum og Austfjörðum og eru þátttakendur í fjórðu
sjókvíaeldisbylgju landsins. Algengt er að yfirvöld birti lyfjanotkun sem magn
sýklalyfja per tonn af framleiddum sláturfiski. Þessi stuðull hefur tekið afar jákvæðum
breytingum á liðnum 30 árum, en hann var um 150 gr. per slátrað tonn árið 1990.“

 

DEILA