Fiskeldi Austfjarða hf eftirsótt

Frá Austfjörðum. Mynd: visir.is

Fjárfestar skráðu sig á nokkrum klukkustundum fyrir öllu hlutafé sem er til sölu í nýju fyrirtæki Ice Fish Farm AS. Fyrirtækið verður skráð í norsku kauphöllinni. Hið nýja félag er í eigu norsku sam­steyp­unnar NTS ASA og mun það eiga  62,7% hlutafjár í Fiskeldi Austfjarða hf sem er helsta eign hins nýja félags.

Áhugi var mikill á hlutabréfunum og athyglisvert er að fjárfestingarsjóðirnir DNB Kapitalforvaltning AS og Swedbank Robur Fonder hafa skráð sig fyrir háuum fjárhæðum. Fjárfestar telja greinilega miðað við þessa eftirspurn að fiskeldi á Íslandi sé mjög ábatasamur atvinnuvegur.

Til sölu er nýtt hlutafé fyrir 300 milljónir norskra króna og áður útgefin bréf fyrir 89 milljónir norskra króna. Þetta jafngildir um 5,5 milljörðum íslenskra króna.

Fiskeldi Austfjarða hf er með laxeldi í sjó á Austfjörðum, Fáskrúðafirði og Berufirði,  og leyfi fyrir framleiðslu á 20.800 tonnum. Þar af eru 12.000 frjór lax og 8.800 tonn af ófrjóum laxi.  Þá hefur verið sótt um leyfi fyrir 16.800 tonna framleiðslu til viðbótar. Á síðasta ári slátraði fyrirtækið 4.007 tonnum og áætlað er að framleiða 6.800 tonn í ár.

DEILA