Ein stofnun af 19 sem brutu jafnréttislög er á Vestfjörðum

Hóll í Önundarfirði. Þar er stunduð skógrækt á vegum Skjólskóga. Mynd: skogar.is

Birt hefur verið skriflegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn frá Hönnu Katrínu Friðriksson um stofnanir sem brotið hafa jafnréttislög.

Alls voru það 19 opinberar stofnanir eða aðilar sem hafa 25 sinnum gerst brotlegar við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá gildistöku laganna 2008.

Ýmist er þetta niðurstaða kærunefndar jafnréttismála eða dómstóla.

Seðlabanki íslands hefur fjórum sinnum gerst brotlegur við lögin og Akureyrarbær, Landspítalinn og Innanríkisráðuneytið tvisvar hvert.

Ein stofnun á Vestfjörðum, Skjólskógar á Vestfjörðum er á listanum. Það var 2011 sem Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri niður­stöðu að Skjól­skóg­ar á Vest­fjörðum hefðu brotið lög um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla þegar konu var sagt upp störf­um. Tildrög málsins eru þau að vegna mikils niðurskurðar í fjárveitingu til Skjólaskóga þurfti að fækka um einn starfsmann. Fyrir utan forstöðumann voru aðeins tveir starfsmenn, karl og kona og var konunni sagt upp haustið 2010. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hefði ekki stuðst við málefnalegt mat.

DEILA