Dekkjaskipti: Bifreiðaverkstæðið Stormur á Patreksfirði var oftast með lægsta verðið

Mikill munur er á verði fyrir þjónustu við dekkjaskipti milli þjónustuaðila í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ en minnstur var verðmunurinn 53% en mestur 176%. Í krónum talið nam mesti verðmunurinn 12.700 kr. en sá minnsti 4.000 kr.

Minnstur verðmunur var á þjónustu við 15‘‘ minni meðalbíl en mestur var hann, 176%, á þjónustu við jeppa á 18‘‘ álfelgum. Bifreiðaverkstæðið Stormur á Patreksfirði var oftast með lægsta verðið í könnuninni en Dekkjahöllin oftast það hæsta.

Lægsta verðið fyrir dekkjaskipti, umfelgun og jafnvægisstillingu á jeppling á 16‘‘ álfelgum var hjá Stormi, 7.200 kr., það næst lægsta hjá Titancar, 8.000 kr. og þriðja lægsta hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði, 8.900 kr. Hæsta verð var 13.990 kr hjá Dekkjahöllinni

Verð fyrir þjónustu á jeppum á 18‘‘ álfelgum var lægst hjá Stormi Patreksfirði, 7.200 kr. og næst lægst hjá Titancar, 9.000 kr. Fyrir sama jeppa á stálfelgum var verðið lægst hjá Titancar, 9.000 kr. en næst lægst á 10.500 kr. hjá Bílaverkstæði SB.

DEILA