Covid19: sömu reglur á mánudaginn um land allt

Menntaskólinn á Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á mánudaginn falla úr gildi strangari reglur sem gilt hafa við Djúp en annars staðar á landinu og verða þá sömu reglur alls staðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar kemur fram að um sé að ræða ákvörðun aðgerðastjórnar almannavarna í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í aðgerðarstjórninni eru Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri, og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmissóttvarnalæknir, auk Hlyns Hafberg Snorrasonar, yfirlögregluþjóns, Andra Konráðssonar, framkvæmdastjóra lækninga, og Gylfa Ólafssonar, forstjóra.

Smit greindist síðast þann 27. apríl sl. greindist síðast smit hjá einstaklingi á Vestfjörðum. Síðast þegar birtar voru tölur voru aðeins 8 einstaklingar í sóttkví. Þar af voru 5 í Vesturbyggð. Níu voru í einangrun.

Frá og með mánudeginum verður grunnskóla- og leikskólastarf með eðlilegum hætti og samkomutakmörkun verður miðuð við að hámarki 50 einstaklinga í sama rými. Tveggja metra fjarlægðarreglan mun gilda áfram gagnvart fullorðnum einstaklingum sem ekki eru á sama heimili.

heimiluð verður þjónustustarfsemi  á borð við hárgreiðslustofur, sjúkraþjálfun, ökukennslu, snyrtistofur og tannlæknastofur.

Áfram verður lokað fyrir sundlaugar og líkamsræktarstöðvar.

DEILA