Bolungavík: skemmdir á leiðum í kirkjugarðinum

Í gær var lögreglunni á Vestfjörðum tilkynnt um að skemmdir hafi verið unnar á nokkrum leiðum í kirkjugarðinum í Bolungavík. En svo virðist sem a.m.k. þremur legsteinum hafi verið velt um koll og einn leiðiskross tekin upp.

Lögreglan segir þetta athæfi litið mjög alvarlegum augum og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá þeim sem kunna að hafa séð til grunsamlegra mannaferða í eða við kirkjugarðinn síðustu sólarhringana.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!