Bolungavík: Sjómannadags-kökulínu-happdrætti 2020

Frá sjómannadeginum 2019 í Bolungavík. Mynd:Kirstinn H. Gunnarsson.

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur kvennadeild slysavarna-félagsins Landsbjargar í Bolungarvík ákveðið að fella niður sitt árlega Sjómannadagskaffi. Kaffið hefur um árabil verið ein mikilvægasta fjáröflunarleið deildarinnar sem ver stærstum hluta tekna sinna til að styrkja björgunarsveit félagsins og stuðla að slysavörnum og öryggi íbúa og gesta (t.d. við höfnina, í íþróttahúsi, leikskóla og grunnskóla).

Þess í stað ætlar kevnnadeildin að brydda upp á þeirri nýjung að koma með Sjómannadagskaffið heim til Bolvíkinga í ár.  Seldar verða  happdrættislínur þar sem í vinning er ýmiss konara góðgæti, t.d. brauðtertur, hnallþórur og fleira bakkelsi.

Slysavarnakonur munu selja línur í Kjörbúðinni miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. júní.  Hver lína kostar kr. 3.000. (Því miður verður ekki hægt að greiða með korti.) Einnig verða seldar línur í Bjarnabúð og Klippikompaníinu frá og með þriðjudegi 2. júní.

Dregið verður í happdrættinu eftir hádegi laugardaginn 6. júní og gómsætir vinningarnir keyrðir heim til heppinna kaupenda síðar þann dag.

Einnig verður tekið við frjálsum framlögum á reikning:

174-05-400296, kennitala: 680191-2479.

Kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík vonast eftir góðum undirtektum.

DEILA