Arnarlax stefnir á 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Ísafjarðardjúpi

Arnarlax ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári í sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi.

Frummatsskýrslan liggur frammi á á Safnahúsinu á Ísafirði hjá Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni. Einnig er hægt að skoða skýrsluna á vef Skipulagsstofnunar. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir fyrir 26 júní.

Í skýrsl­unni, sem unn­in hef­ur verið af Verkís segir að áhrif 10.000 [tonna] árs­fram­leiðslu Arn­ar­lax á laxi í Ísa­fjarðar­djúpi með 10.000 tonna há­marks­líf­massa á hverj­um tíma eru met­in óveru­leg fyr­ir ástand sjáv­ar og svif­sam­fé­lag og á nytja­stofna sjáv­ar og spen­dýr, óveru­leg til nokkuð nei­kvæð fyr­ir botn­dýra­líf, ásýnd og haf- og strand­nýt­ingu og óveru­leg til nokkuð já­kvæð fyr­ir fugla.

Þá segir einnig í skýrslunni að talið sé ósenni­legt að fyr­ir­hugað eldi á frjó­um laxi skaði villta laxa­stofna með til­liti til hættu á erfðablönd­un um­fram það sem for­send­ur áhættumats erfðablönd­un­ar set­ur.

Með hliðsjón af ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og mót­vægisaðgerðum eru áhrif 10.000 tonna eld­is á frjó­um laxi met­in óveru­leg til nokkuð nei­kvæð á erfðaefni villtra lax­fiska.

Áhrif­in verði staðbund­in og lík­lega aft­ur­kræf miðað við að mót­vægisaðgerðir leiði til þess að inn­blönd­un verði lít­il.

Eldi á 10.000 tonn­um af ófrjó­um laxi er ekki lík­legt til að hafa áhrif á erfðir nátt­úru­legra laxa­stofna í Ísa­fjarðar­djúpi og áhrif því met­in í mesta lagi óveru­leg á nátt­úru­lega laxa­stofna í Ísa­fjarðar­djúpi

DEILA