Arctic Fish með 229 milljóna hagnað á fyrsta ársfjórðungi

Fisk­eld­is­fyr­ir­tækið Arctic Fish ehf. á Vest­fjörðum skilaði á fyrsta árs­fjórðungi hagnaði af rekstri fyr­ir skatta sem nem­ur 16 millj­ón­um norskra króna, jafn­v­irði 229 millj­óna ís­lenskra króna.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag og þar segir að þetta komi fram í til­kynn­ingu Norway Royal Salmon ASA (NRS) til norsku kaup­hall­ar­inn­ar, en það fé­lag fer með 50% eign­ar­hlut í Arctic Fish.

Char­les Høst­lund, for­stjóri sam­stæðunn­ar, kveðst í til­kynn­ing­unni ánægður með rekstr­arniður­stöðu Arctic Fish þar sem hún sé já­kvæð um 18,47 norsk­ar krón­ur, jafn­v­irði 264 ís­lenskra króna, á hvert fram­leitt kíló.

Sú niðurstaða er betri en var hjá fram­leiðslu NRS í Nor­egi.