Vorkoma í Ísafjarðarbæ: Gámar fyrir garðaúrgang

Nú má með nokkurri vissu segja að vorið sé komið og því margir farnir að huga að garðverkum.

Í dag og næstu daga verður gámum fyir garðaúrgang komið fyrir í öllum kjörnum Ísafjarðarbæjar.

Flateyri:
Fyrst um sinn verður gámurinn á bílaplani við bensínstöðina en verður síðar færður niður á hafnarsvæði.

Hnífsdalur:
Við félagsheimilið.

Ísafjörður:
Gámur er staðsettur inni á gámasvæði Funa en einnig er gámur fyrir utan girðingu sem hægt er að nota þegar afgreiðsla er lokuð.

Suðureyri:
Beðið verður örlítið lengur með gám fyrir Suðureyri þar til snjó léttir enn frekar, en gámurinn verður staðsettur við Klofning.

Þingeyri:
Við höfnina, þar sem gámabíllinn stoppar venjulega.

Athugið að mikilvægt er að ekkert annað en garðaúrgangur sé settur í gámana.