Vesturbyggð: aukin lokun leikskóla fyrirsjáanleg

Skólastjórnendur í Vesturbyggð hafa farið fram á að framvegis verði leikskólar lokaðir á milli jóla og nýárs og hins vegar, með hliðsjón af nýjum kjarasamningum  að leikskólar verði lokaðir í sex vikur samfleytt yfir sumarið, frá byrjun júlí þar til um miðjan ágúst.

Beiðnin er til komin til að komast hjá raski á störfum stofnananna vegna útafstandandi sumarleyfa starfsmanna við núverandi skipulag. Óskað er eftir að breytingarnar taki gildi strax og gildi þar með um sumarlokun 2020, til vara er sótt um að breytingarnar taki gildi þannig að lokað verði á milli jóla og nýárs frá og með 2020-2021 og 6 vikna lokun 2021.

Fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar leggur til að halda áfram með lokun á milli jóla og nýárs. Jafnframt telur ráðið að óæskilegt sé að breyta sumarlokun 2020 en að skoða þurfi vel sumarlokun 2021 með tilliti til nýrra kjarasamninga.

Erindið fer næsti til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!