Vestfjarðastofa með opna fjarfundir vegna aðgerða stjórnvalda

Ísafjörður. Mynd: Vetsfjarðastofa.

Vestfjarðastofa boðar nú til tveggja funda föstudaginn 24. apríl sem ætlaðir eru fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri til að ræða hvernig aðgerðir stjórnvalda nýtast fyrirtækjum á svæðinu.

Fyrri fundurinn er kl. 11:00 og er ætlaður fyrirtækjum í hvers kyns framleiðslu, þjónustu annarri en ferðaþjónustu, iðnaði og landbúnaði á svæðinu en síðari fundurinn sem er kl. 14:00 er ætlaður fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu og verslun.  Segja má að fyrri fundurinn sé fyrir fyrirtæki sem ekki eru beint að reiða sig á komur ferðamanna á svæðinu en sá síðar fyrir þá aðila sem háðir eru ferðaþjónustu.

Fundirnir verða báðir í fjarfundi gegnum Zoom fjarfundakerfið. Tengill inn á fundina verða settir inn á Facebook síðu Vestfjarðastofu og síður viðburðana 15 mínútum fyrir upphaf funda.

Hér er um tilraun að ræða til að koma af stað umræðu og fá skoðanir fólks í atvinnulífinu á þeirri einstöku stöðu sem uppi er. Vonumst við á Vestfjarðastofu eftir líflegum og góðum umræðum.

Síður viðburðanna eru hér:

Fundur kl. 11:00 – Framleiðsla, iðnaður, landbúnaður og annað

Fundur kl. 14:00 – Ferðaþjónusta og verslun

DEILA