Vestfirðir: hertar aðgerðir framlengdar til 26. apríl

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum  hefur ákveðið í samráði við sóttvarnalækni að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarna á norðanverðum Vestfjörðum a.m.k. til 26. apríl nk.

Í því felst að:

leik- og grunnskólar á norðanverðum Vestfjörðum verði áfram lokaðir. Þó skulu börn á forgangslistum fá vistun á leikskólum og 1. og 2. bekkjum grunnskóla.

samkomubann verði miðað við 5 manns (þetta á þó ekki við um fjölskyldur sem búa á sama heimili).

fjöldi viðskiptavina í stærri verslunum (>150 fermetrar) sé að hámarki 30 á hverjum tíma.

Í tilkynningu aðgerðarstjórnar segir að það sé mat aðgerðastjórnar að ofangreindar aðgerðir séu að skila árangri. Enn eru þó að greinast ný smit og allmargir einstaklingar í samfélaginu eru veikir. Það er því afar brýnt að fólk haldi sig heima, haldi samskiptafjarlægð, takmarki ferðir sínar og fylgi leiðbeiningum þessum.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!