Vegagerðin auglýsir útboð á Djúpvegi um Hattardal

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu vegkafla ásamt smíði á nýrri brú á Djúpvegi (61-35) Um Hattardal.

Vegkaflinn er um 2,6 km langur og brúin 17 m löng.

Tilboðum skal skilað rafrænt í fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. apríl 2020.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júlí 2021.

Þegar þessu verki og verki sem er nú í gangi á milli Hestfjarðar og Seyðisfjarðar er lokið má segja að allur Djúpvegurinn sé orðinn tvíbreiður.