Þrjá brothættar byggðir á Vestfjörðum

Verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð er komið af stað og búið að skipa verkefnastjórn fyrir það.
Í henni eru Eva Pandora Baldursdóttir og Kristján Þ. Halldórsson fyrir hönd Byggðastofnunar og Lína Björg Tryggvadóttir og Aðalsteinn Óskarsson fyrir hönd Vestfjarðastofu. Frá Strandabyggð eru Angantýr Ernir Guðmundsson og Esther Ösp Valdimarsdóttir fulltrúar íbúa og Jón Jónsson situr í stjórninni fyrir hönd sveitarstjórnar.

Unnið er að ráðningu verkefnastjóra sem verður starfsmaður Vestfjarðastofu og ættu þau mál að skýrast á næstunni.

Á Vestfjörðum eru tvö verkefni í gangi, verkefnið í Árneshreppi, Áfram Árneshreppur og verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar á Þingeyri, auk Strandabyggðar sem bættist í hópinn um síðustu áramót.

Hvert byggðarlag hefur u.þ.b. 5 milljónir í styrki árlega, en þetta árið verður meira til ráðstöfunar. Viðbótarframlag að upphæð 8,5 millj. kemur í hverja byggð í tengslum við sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar í brothættum byggðum vegna atvinnuástands í skugga veirufaraldurs.