Ísafjörður: Thai Tawee lokað vegna Covid 19

Matsölustaðnum Thai Tawee á Ísafirði var í morgun lokað vegna Covid 19. Sigurður Bjarki Guðbjartsson sagði í samtali við Bæjarins besta að hann treysti sér ekki til þess að hafa áfram opið eftir að smit greindist í gær í Bolungavík. Hann sagðist ekki vilja stefnu fólki í óþarfa áhættu og leggur sitt af mörkum með lokuninni til þess að draga úr smithættu.

Opnað verður aftur þegar það verður talið óhætt.