Það vantar skólastjóra á Patró

Vest­ur­byggð auglýsir starf skóla­stjóra Patreks­skóla laust til umsóknar.

Leitað er eftir metn­að­ar­fullum einstak­lingi sem býr yfir leið­toga­hæfi­leikum, hefur víðtæka þekk­ingu á skóla­starfi, fram­sækna sýn á rekstur skóla og er tilbúinn til að leiða Patreks­skóla í samræmi við skóla­stefnu Vest­ur­byggðar.

Í Patreksskóla eru 100 nemendur frá Patreksfirði og Barðaströnd og þar starfa 25 starfsmenn.

Starfrækt er leikskóladeild í skólanum og eru því nemendur á aldrinum 5-16 ára.

Nánari upplýsingar um Patreksskóla má finna á vefsíðu skólans.

Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2020.