Súðavíkurhlíð lokað í kvöld

Lögreglan á Vestfjörðum tilkynnti nú rétt áðan að Súðavíkurhlíð hefði verið lokað vegna snjóflóðahættu.

Ákveðið hefur verið að loka veginum um Súðavíkurhlíð frá og með þessari stundu vegna snjóflóðahættu. Spýjur hafa fallið úr hlíðinni nú í kvöld og veðurspá óhagstæð með tilliti til snjóflóða.

Athugað verður með opnun vegarins þegar aðstæður batna en þó ekki fyrr en á morgun 2. apríl.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!