Strandir: Nýr snjótroðari

Nýi troðarinn kominn á svæðið í Staðardal. Mynd: Ragnar Bragason.

Skíðafélag Strandamanna hefur fest kaup á öflugum snjótroðara og var hann fluttur í gær á skiðasvæði félagsins í Selárdal í Steingrímsfirði. Snjótroðarinn er af gerðinni Formatic árgerð 2007, notaður 6.000 vinnustundir og er 350 hestöfl. Vinnslubreiddin er vel á fimmta meter sem er rúmlega helmingi meira en hjá Fúsa eldri snjóbíl félagsins. Engir sporar fylgdu með troðaranum en ætlunin er að útbúa troðarann með tveimur sporum fyrir næsta vetur.

Rósmundur Númason sagði í samtali við Bæjarins besta að nánast væri búið að safna fyrir kaupunum  og vildi hann fyrir hönd Skíðafélags Strandamanna senda innilegar þakkir til þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem hafa hjálpað til r að gera kaupin á snjótroðaranum að veruleika með fjárframlögum.

Veður hefur verið gott um páskana en hvasst síðustu tvo daga að sögn Rósmundar. Aðsókn að svæðinu hefur verið góð og félagið hefur látið troða gönguspor.

DEILA