Stöndum saman Vestfirðir: 16,5 milljónir króna hafa safnast

Í söfnuninni sem Stöndum saman Vestfirðir stendur fyrir hafa nú safnast 16,5 milljónir króna að sögn Steinunnar G. Einarsdóttur. Hún stendur að átakinu ásamt Tinnu Hrund Hlynsdóttur og Hólmfríði Bóasdóttur.

Steinunn segir að undirtektir hafi verið ótrúlegar og nú stefni í að rúmlega 19 milljónir eða 19.5 milljónir króna muni safnast.  Hún segir að fyrirtæki á svæðinu hafi tekið mjög vel í þessa söfnun, sem og einstaklingar, félög o.fl.

Fénu verður varið til tækjakaupa fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Söfnunin var upphaflega til þess að kaupa á tveimur BiPap öndunarvélum sem kosta 7 milljónir króna. En því sem safnast umfram verður ráðstafað til kaupa á tækjum samkvæmt lista frá Hvest. Þar munu vera svæfingarvél og 4 súrefnissíur.

 

DEILA