Smitum fjölgar um 6 á Vestfjörðum – eitt í Vesturbyggð

Covid 19 smituðum fjölgaði um sex á Vestfjörðum frá síðustu uppgefnu tölum og eru nú 73 greindir með smit. Eitt smit hefur greinst í Vesturbyggð og er það fyrsta smitið á sunnanverðum Vestfjörðum. Lögreglan gefur ekki frekari upplýsingar um hvar það er.

Hin fimm nýju smit eru á norðanverðum Vestfjörðum, eitt í Ísafjarðarbæ og fjögur í Bolungavík. Alls eru þá 31 smitaðir í Ísafjarðarbæ, 37 í Bolungavík, 2 í Súðavík, einn á Hólmavík og annar á Reykhólum.

Enn fækkar þeim sem eru í sóttkví á Vestfjörðum. þeir eru nú 290 en voru 310 í síðustu tölum.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!