Sirrý ÍS farin á veiðar

Togarinn Sirrý ÍS fór á veiðar í gær. Skipið hefur verið bundið við bryggju síðan 29. mars vegna kórónaveirunnar sem kom upp meðal skipverja.

Guðbjartur Flosason, útgerðarstjóri hjá Jakob Valgeir ehf segir að stefnt sé að því að starfsemi frystihússins hefjist aftur á mánudaginn. En það hefur verið lokað frá því fyrir páska.Hann sagði að nokkrir starfsmenn hefðu greinst með smit eða hefðu verið settir í sóttkví.