Reykhólar: sveitarstjóranum sagt upp

Tryggva Harðarsyni sveitarstjóra Reykhólahrepps var sagt upp störfum á fundi sveitarstjórnar í dag og hætti strax. Þetta herma heimildir sem Bæjarins besta telur áreiðanlegar.

A.m.k. Þrír sveitarstjórnarmenn undir forystu Árnýjar Huldar Haraldsdóttur, oddvita stóðu að ákvörðuninni.

Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið samstarfsörðugleikar og hefur sveitarstjóri tvívegis fengið tiltal.

Hvorki fráfarandi sveitarstjóri né oddviti hafa veitt viðtal vegna málsins.