Reykhólar: Ratleikur í tilefni sumardagsins fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta var settur upp ratleikur út um allt þorp á Reykhólum.

Tilvalin fjölskyldustund, já eða krakkastund að fara og finna stöðvarnar og leysa þær þrautir og verkefni sem eru sett upp á hverrri stöð.

Skemmtileg samverustund.

Hér er kortið, en kortið er líka á bakhlið spjaldanna á hverri stöð.
Ratleikurinn mun standa fram á mánudag.

Gleðilegt sumar!